Bólið logo Mosinn Logo

Vinátta - Virðing - Gleði

Kjallarinn

Kjallarinn er ókeypis tónlistaraðstaða fyrir ungmenni í Mosfellsbæ 25 ára og yngri. Í Kjallaranum er bæði stúdíórými og hljómsveitarrými.

Í hljómsveitarrýminu eru helstu hljóðfæri, magnarar og hljóðnemar sem þarf ásamt hljóðkerfi sem geta nýst hvort sem er við æfingar eða upptökur.

Í stúdíórýminu er tölva með helstu hljóðvinnsluforritum ásamt búnaði svo að rýmið hentar vel bæði til sköpunar og úrvinnslu tónlistar.

Fyrir frekari upplýsingar um búnað rýmisins, skráningu eða aðrar pælingar hafið samband við umsjónarmenn aðstöðunnar.

Umsjónarmenn

  • Davíð Sindri Pétursson s. 666-8921
  • Þorsteinn Jónsson, s. 863-0039
     

Bókanir

Ungir og upprennandi tónlistarmenn geta bókað aðstöðuna til æfinga. Hægt er að bóka hvort sem er staka eða reglulega tíma í aðstöðunni.

Allar bókanir skulu fara fram í gegnum Instagramsíðu Kjallarans

Kjallarinn á Instagram

Höldum einnig uppi Instagram (@kjallarinn_mos) þar sem hægt að er að fylgjast með opnunum eða vera í sambandi við okkur.

 

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira